Nox Health kaupir Health Care Data Partners

Yfirtaka Nox Health á Health Care Data Partners styrkir greiningargetu Nox og mun stuðla að bættri þjónustu og betri notendaupplifun í svefnrannsóknum og meðhöndlun.

Nox Health hefur keypt allt hlutafé í félaginu Health Care Data Partners LLC. (HCDP). Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Nox Health. Fjárfestingin á að auka við greiningargetu Nox Health og stuðla að bættri þjónustu og betri notendaupplifun á SleepCharge lausn félagsins.

Frá árinu 2010 hefur HCDP sérhæft sig í þróun og hönnun greiningarlausna sem hjálpa fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu að taka betri ákvarðanir. HCDP hefur unnið með Nox Health í langan tíma, en með yfirtökunni verður hægt að samþætta greiningarteymin og þar með ná að skilja svefnvandamál viðskiptavina enn betur.

Nox Health er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Sjóður í rekstri Alfa Framtaks fjárfesti í Nox Health árið 2019. Fréttatilkynninguna í heild sinni má lesa hér.

Previous
Previous

Fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi

Next
Next

Sportabler og Nóri sameinast