alfa framtak

Um okkur

Teymið

Við viljum vera þitt fyrsta val

Teymið okkar hefur sérþekkinguna til þess að fylgja þér alla leið. Við erum staðráðin í því að styðja við stjórnendur og athafnafólk sem vill leiða umbreytingar og gera góð fyrirtæki betri.

  • Gunnar Páll Tryggvason

    Gunnar Páll Tryggvason

    Managing Partner
    gunnar@alfaframtak.is
    +354 618 4522

    Gunnar býr yfir 25 ára reynslu af framtaksfjárfestingum og fyrirtækjaráðgjöf. Hann hefur stýrt verkefnum í tíu löndum og setið í stjórnum fyrirtækja á borð við Refresco B.V., Hame S.r.o og Nordic Partners Ltd. Gunnar lauk MBA námi með láði frá Wharton Business School og námi í stjórnun frá Stanford. Hann hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

  • Anna Þorbjörg Jónsdóttir

    Anna Þorbjörg Jónsdóttir

    Head of Client Solutions
    anna@alfaframtak.is
    +354 832 4030

    Anna Þorbjörg býr yfir áralangri reynslu af störfum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Anna starfaði í sjö ár við uppbyggingu hjá Fossum fjárfestingarbanka, síðast sem framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs bankans. Þar áður var Anna Þorbjörg fjárfestingastjóri hjá World Financial Desk, hátækni fjármálafyrirtæki með aðsetur í New York, en hún var jafnframt einn stofnenda félagsins og stjórnarformaður. Anna Þorbjörg er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, M.A. gráðu í hagfræði frá UCLA og M.Sc. gráðu í fjármálastærðfræði frá USC. Anna Þorbjörg hefur lokið prófum í verðbréfaviðskiptum á Íslandi og í Bandaríkjunum.

  • Árni Jón Pálsson

    Árni Jón Pálsson

    Investment Director
    arnijon@alfaframtak.is
    +354 866 3601

    Árni Jón hefur starfað í rúman áratug á fjármálamarkaði og vann m.a. í fyrirtækjaráðgjöf Icora Partners, þar sem hann vann að verkefnum á sviði fjármögnunar, endurskipulagningar og kaupum og sölu fyrirtækja. Árni Jón hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum, þar á meðal hjá skráða félaginu Heimavöllum og sem stjórnarformaður Borgarplasts og Málmsteypu Þorgríms Jónssonar. Áður starfaði hann hjá Arctica Finance og þar á undan Landsbankanum. Árni Jón er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

  • Rakel Guðmundsdóttir

    Rakel Guðmundsdóttir

    Portfolio Manager
    rakel@alfaframtak.is
    +354 867 4181

    Rakel býr yfir mikilli reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja en hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2018. Hún hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, m.a. sem snýr að fjármálum, ferlum, hagræðingaraðgerðum, mannauðsmálum og breytingastjórn. Rakel situr í stjórn félaga á borð við INVIT og Reykjafell. Rakel er með B.Sc. í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

  • Markús Hörður Árnason

    Markús Hörður Árnason

    Investment Director
    markus@alfaframtak.is
    +354 669 4417

    Markús hefur víðtæka reynslu á fjármálamarkaði. Hann starfaði hjá TM á árunum 2008 til 2021 þar sem hann fór fyrir fjárfestingum félagsins. Fyrir tíma sinn hjá TM vann hann hjá fjárfestingarfélaginu Stoðum og Landsbankanum. Markús hefur einnig gegnt fjölmörgum stjórnarstörfum á undanförnum árum. Markús er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

  • Áslaug Gunnarsdóttir

    Áslaug Gunnarsdóttir

    Associate
    aslaug@alfaframtak.is
    +354 692 9995

    Áslaug býr yfir tíu ára reynslu af fjármálamörkuðum og starfaði lengst af hjá Saxo Bank í Kaupmannahöfn. Þar stýrði hún teymi innan markaða og fjárstýringar og sinnti fjölbreyttum hlutverkum tengdum áhættustýringu. Áslaug er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Applied Economics and Finance frá Copenhagen Business School.

  • Hörður Guðmundsson

    Hörður Guðmundsson

    Associate
    hordur@alfaframtak.is
    +354 776 0747

    Hörður hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2017. Einnig hefur hann sinnt dæmatímakennslu við Háskólann í Reykjavík í fjármálum fyrirtækja, tölfræði, hagrannsóknum og alþjóðahagfræði. Hörður er með B.Sc. gráðu í hagfræði og fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

  • Fanndís Sara Guðjónsdóttir

    Fanndís Sara Guðjónsdóttir

    Finance & Operations
    fanndis@alfaframtak.is
    +354 699 5569

    Fanndís býr yfir fimm ára reynslu í fjármálum og rekstri. Hún kemur til Alfa Framtak frá Marel þar sem hún starfaði á fjármálasviði. Fanndís er með B.Sc. í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, MCF í fjármálum fyrirtækja og MBM í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meðfram meistaranámi sínu var Fanndís starfsnemi í fjár- og áhættustýringu hjá Icelandair Group, áður starfaði hún sem skrifstofustjóri hjá Heimaleigu.

Landið

Við erum stolt af Íslandi. Samfélag okkar byggir á traustum stoðum og þrátt fyrir að við séum fámenn þjóð hafa Íslendingar fengið frábærar hugmyndir sem eiga fullt erindi á alþjóðavísu. Hér er lítil skriffinnska og fólkið er fjölhæft og framtakssamt. 

Okkar hlutverk er að virkja þessa framtakssemi og stuðla að jákvæðum framförum fyrir Ísland og umheiminn.

Smá þjóð – stór tækifæri

Pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki

Hátt menntunarstig og mikil lífsgæði

Hentug staðsetning mitt á milli Evrópu og BNA

Nýsköpun, tækni og sjálfbær orka

Sagan okkar

Uppruni Alfa Framtaks

Í kjölfar efnahagshrunsins voru Friðrik Jóhannsson og Gunnar Páll Tryggvason fengnir í umfangsmikil verkefni á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar. Þetta leiddi til stofnunar Icora Partners árið 2010. Fyrirtækið starfaði fyrst og fremst á sviði fyrirtækjaráðgjafar ásamt því að vinna að langtímaverkefnum á Íslandi, Danmörku, Lettlandi og Tékklandi.

Milli 2010 og 2017 lauk teymið við 20 verkefni. Umfang þessara verkefna nam samtals yfir 200 milljörðum króna. Meðal helstu verkefna var fjárhagsleg endurskipulagning á Hamé og Laima, en umrædd fyrirtæki eru leiðandi vörumerki í evrópskri matvælaframleiðslu.

Fyrirtækið vann einnig að kaupum og sölu, fjármögnun og stefnumótun – meðal annars við sölu Hotel D'Angleterre í Danmörku og tryggingafélagsins Varðar á Íslandi.

Árið 2018 urðu vatnaskil í rekstri fyrirtækisins þegar það setti framtakssjóð á laggirnar auk þess sem nafninu var breytt úr Icora Partners í Alfa Framtak.

Samstarf með okkur

Reynsla, traust og samvinna

Hvernig getum við hreyft við þér?

Samstarf við Háskóla Reykjavíkur

Alfa Framtak leggur áherslu á að veita háskólanemum og ungu fólki tækifæri. Markmið starfsnáms okkar er að hjálpa nemendum að öðlast reynslu á vinnumarkaði ásamt því að auðga nám þeirra. Frá árinu 2015 hefur Alfa Framtak verið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og boðið upp á starfsnám fyrir nemendur við verkfræði- og viðskiptadeildir.