alfa framtak

 Aðferðin


Okkar nálgun

Virkilega virkt eignarhald

Við tökum virkan þátt í rekstri fyrirtækjanna sem við fjárfestum í. Virkt eignarhald felur í sér meira en að veita fjármagn; það snýst um að hjálpa fyrirtækjum að setja skýr markmið, skilgreina lykilmælikvarða (KPI), samstilla hvata stjórnenda og fylgjast náið með rekstrinum.

Jafnframt vinnum við að sjálfbærni til að tryggja árangur til langs tíma fyrir fyrirtækið og samfélagið allt.

Þessi nálgun skilar mælanlegum rekstrarárangri, skapar verðmæti fyrir hluthafa okkar og skilur eftir sig jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi.

Aðferðin okkar

Frá fjárfestingu
til útgöngu

Nálgun okkar er einföld, á heildina litið – sem þýðir þó alls ekki að hún sé auðveld eða yfirborðskennd. Þvert á móti snýst hún um að fylgja sömu aðferðinni í hvert sinn sem við stofnum til samstarfs við fyrirtæki.

Okkar Skuldbinding

Fremst meðal
jafningja

Alfa Framtak hefur skuldbundið sig opinberlega til þess að innleiða og útfæra meginreglur PRI um ábyrgar fjárfestingar.

Þetta þýðir að samhliða stefnu okkar um áhrifafjárfestingar tökum við ávallt mið af Umhverfis-, Félags-, og Stjórnunarþáttum (UFS) við hverja fjárfestingarákvörðun. Stefnan felur meðal annars í sér að greina áhættuþætti hverrar fjárfestingar og lágmarka líkurnar á því að þeir verði að raunveruleika

– og auka þar með virði fjárfestingarinnar. Þegar allt kemur til alls snýst þessi skuldbinding þó um að skilja eftir jákvætt fótspor fyrir íslenskt samfélag.

Sjálfbærnistefna okkar felur í sér bæði UFS-þætti auk þess sem hún gerir ráð fyrir áhættumati í ákvarðanatökum og eignarhaldi.