Kauphöllin samþykkir afskráningu Origo

Kaup­höll­in hef­ur samþykkt beiðni Origo um að taka hluta­bréf fé­lags­ins úr viðskipt­um. Fyrr í mánuðinum var tillaga Alfa Framtaks um afskráningu samþykkt með 94,3% atkvæða á aðalfundi Origo þann 21 mars, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá.

Síðasti viðskipta­dag­ur með hluta­bréf Origo í Kaup­höll­inni verður 25. apríl 2023, þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. Origo hafði í kjölfar aðalfundar óskað eftir því að hlutabréf félagsins yrðu tekin úr viðskiptum á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi, en samhliða þeirri ósk lagði Origo fram tilboð til kaupa á eigin hlutum.

Fé­lagið AU 22 ehf., sem er í eigu Umbreyt­ing­ar II slhf., fram­taks­sjóðs í rekstri Alfa Fram­taks, á nú um 65% hlut í Origo. AU 22 ehf. keypti um fjórðungs­hlut í Origo um miðjan des­em­ber og gerði öðrum hlut­höf­um í kjöl­farið val­frjálst til­boð í þeirra hluti. Um helm­ing­ur hlut­hafa samþykkti til­boðið og bár­ust samþykki fyr­ir sem nem­ur 33,7% alls hluta­fjár.

Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa Framtaks, ræddi við Markaðinn um kaupin á Origo fyrir stuttu og greinir þar frá forsögu viðskiptanna og hvernig Alfa Framtak kom auga á tækifærið.

Previous
Previous

INVIT ný samstæða innviðafyrirtækja

Next
Next

Með 63% í Origo