Athafnafólk: Gunnar Páll ræddi við Sesselju Vilhjálmsdóttur
Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa Framtaks, ræddi við Sesselju Vilhjálmsdóttur í hlaðvarpsþættinum Athafnafólk. Þættinum er lýst með eftirfarandi hætti:
Viðmælandi þáttarins er Gunnar Páll Tryggvason. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri Alfa Framtaks. Gunnar er fæddur árið 1977 og alinn upp í Norðurmýrinni, Reykjavík. Hann gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og síðan lá leið hans í Háskóla Íslands þar sem útskrifaðist sem viðskiptafræðingur og síðar lauk hann MBA námi frá Wharton Business School í Bandaríkjunum.
Gunnar starfaði lengi í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings á Íslandi og í Bretlandi og svo sem fjárfestingastjóri í framtakssjóð Kaupþing Singer & Friedlander. Árið 2009 stofnaði Gunnar Icora Partners sem starfaði á sviði fyrirtækjaráðgjafar og endurskipulagningar fyrirtækja og lauk fjölda verkefna víðsvegar um Evrópu.
Árið 2018 stofnaði Gunnar Páll síðan rekstrarfélagið Alfa Framtak sem safnaði í 7 milljarða kr. framtakssjóð sem hefur verið fjárfest í stöndugum íslenskum rekstarfyrirtækjum, oftast sem meirihlutaeigandi. Nú nýverið, árið 2022, safnaði Alfa Framtak í annan framtakssjóð sem er 15 milljarða kr. sem fjárfestir í stöndugum rekstrarfyrirtækjum, fjölskyldufyrirtækjum í kynslóðaskiptum eða vaxtarfyrirtækjum.
Í þættinum ræðir Gunnar m.a. um rekstur framtakssjóða, mótandi áhrif fjármálahrunsins 2008, helstu lexíur á ferlinum og deilir ýmsum skemmtilegum sögum.