Alfa Framtak fjárfestir í hótelum

Alfa Framtak hefur samið um kaup á 100% hlut í Hótel Höfn og 50% hlut í Hótel Hamri.

Alfa Framtak hefur gengið frá kaupum á 100% hlut í Hótel Höfn og 50% hlut í Hótel Hamri. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í lok júní og kaupin gengu í gegn um miðjan júlí. Fjárfestingin er gerð í gegn um sjóðinn Umbreytingu II slhf. og eignarhaldsfélagið AU 23 ehf. Sjóðurinn er með fleiri hótelverkefni til skoðunar, en Alfa Framtak telur langtímahorfur í ferðaþjónustunni góðar.

Hótel Höfn er 68 herbergja hótel á Höfn í Hornafirði. Hótelið á sér ríka sögu en starfsemi hófst fyrst að hluta 1. október 1966 og að fullu 17. júní ári síðar. Jökull Fjárfesting ehf. keypti hótelið árið 2016 og vann að miklum endurbótum á bæði rekstri og húsakosti. Alfa Framtak mun í samvinnu við starfsfólk vinna að því að gera góðan rekstur enn betri, enda veruleg tækifæri á svæðinu.

Hótel Hamar er 54 herbergja hótel við golfvöllinn í Borgarnesi. Hótelið var að fullu í eigu hjónanna Sigurðar Ólafssonar og Ragnheiðar K Nielsen, en Umbreyting II slhf. keypti 50% eignarhlut í gegn um eignarhaldsfélagið AU 23 ehf. Stór mat- og fundarsalur býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir fundi og veislur. Einnig er tækifæri í því að fjölga gistieiningum, enda er um vinsælan áfangastað að ræða.

Ferðaþjónusta er undirstöðu atvinnugrein á Íslandi sem hefur einnig þá sérstöðu að skapa fjölbreytt bein og afleidd störf víðsvegar um Ísland. Að mati Alfa Framtaks eru langtímahorfur góðar og þarf atvinnugreinin á fjárfestingu að halda til þess að geta annast þá miklu spurn sem er eftir því að heimsækja landið okkar.

Alfa Framtak ehf. er rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Alfa Framtak sérhæfir sig í fjárfestingum og stuðningi við stjórnendur, athafnafólk og fyrirtækjaeigendur sem vilja ná því besta út úr sínum rekstri. Markmið félagsins er að hámarka verðmæti fjárfestinga og skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi við sölu og þannig skilja eftir sig jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi.

Samruni Umbreytingar II slhf., AU 23 ehf. og Hótel Hamars ehf.

Previous
Previous

Samið um kaup á Reykjafelli

Next
Next

Áslaug til Alfa Framtaks