Samruni Nordic Visitor og Iceland Travel samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Nordic Visitor og Iceland Travel. Frá þessu er greint í tilkynningu og í fjölmiðlum. Eftirlitsaðilinn komst að þeirri niðurstöðu að með samrunanum yrði ekki til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni og því ekki tilefni til íhlutunar.

Líkt og greint var frá í júní mun framtakssjóðurinn Umbreyting slhf., sem er í rekstri Alfa Framtaks, fjármagna kaupin. Arctica Finance var ráðgjafi Nordic Visitor við kaupin og Íslandsbanki ráðgjafi Icelandair.

Fréttir og tilkynningar:

Previous
Previous

Alfa Framtak safnar í Umbreytingu II

Next
Next

Markús til Alfa Framtaks