Framtakssjóður

Framtakssjóður

Alfa rekur 7 ma.kr. framtakssjóð sem hóf störf árið 2018. Sjóðurinn fjárfestir í hlutafé fyrirtækja, oftast sem meirihlutaeigandi, og beitir sér markvisst fyrir virðisaukningu. Markmiðið er að vera öflugur bakhjarl stjórnenda og annarra hluthafa og verða þeirra fyrsti kostur við val á samstarfsaðila. Eignarhald fjárfestinga verður að jafnaði 3-6 ár. Stefnan er að skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi en þegar þau voru keypt og þannig skilja eftir sig jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi.

growth1

Fjárfestingarstefna

Fjárfestingar- stefna

Sjóðurinn mun fjárfesta í 5-7 fyrirtækjum fram til ársins 2021 og verður áhersla lögð á að fyrirtæki sem fjárfest er í búi yfir góðu og sannreyndu viðskiptamódeli og að stjórnendur hafi árangursmiðað hugarfar. Sjóðurinn fjárfestir ekki í sprotafyrirtækjum.

 

growt

Baklandið

Hluthafahópurinn samanstendur af öflugum stofnanafjárfestum og fjársterkum einstaklingum sem hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi. Stjórnin er skipuð 5 aðilum úr hluthafahópnum og tekur endanlegar ákvarðanir um kaup og sölu eigna sjóðsins.

teamwork1